Ferðamannapúlsinn mældist 85,4 stig af 100 stigum mögulegum í maí, nærri tveimur stigum hærra en á sama tíma í fyrra.

Ferðamannapúls maí 2019, þróun síðastliðna 12 mánuði.

Ferðamenn frá Indlandi og Ástralíu ánægðastir

Ef ferðamannapúlsinn er skoðaður eftir þjóðerni má sjá að ferðamenn frá Indlandi (88,2 stig) og Ástralíu (87,8 stig) voru með hæstu einkunn. Ferðamenn frá Póllandi (87,0), Þýskalandi (86,3 stig) og Kanada (86,2 stig) voru einnig meðal þeirra ferðamanna sem voru ánægðastir með Íslandsferðina í maí.

Ferðamannapúls maí 2019, fimm efstu löndin.

Ferðamenn ánægðari með verðlagið

Stærsta breytingin frá sama tíma í fyrra er á því hvort að ferðamenn upplifi að ferðin hafi verið peninganna virði og hvort væntingar hafi verið uppfylltar. Mæling á uppfyllingu væntinga hækkaði um nærri þrjú stig milli ára og mæling á hvort ferðin hafi verið peninganna virði hækkaði um nærri fjögur stig milli ára.

Ferðamannapúls maí 2019_þróun undirþátta síðastliðna 12 mánuði.

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn