Þann 25. Febrúar síðastliðinn var öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19 aflétt, innanlands og á landamærum. Þrír af hverjum fimm landsmönnum eru ánægðir með þessa ákvörðun stjórnvalda á meðan ríflega einn af hverjum fimm er óánægður. Nær einn af hverjum fimm segist hins vegar hvorki ánægður né óánægður með ákvörðunina.

Ánægja með afléttingu allra sóttvarnaraðgerða

Karlar eru ánægðari með afléttingarnar en konur. Fólk milli þrítugs og sextugs er einnig ánægðara með þær en þeir sem eldri eða yngri eru , en athyglisvert er að aðeins helmingur fólks undir þrítugu er ánægt með afléttingarnar sem er svipað hlutfall og hjá fólki sextugu og eldra. Hlutfall þeirra sem eru óánægðir með afléttingarnar er hins vegar hæst í elsta aldurshópnum. Fólk með meiri menntun og hærri fjölskyldutekjur er almennt ánægðara með afléttingarnar en fólk með minni menntun og lægri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru almennt ánægðust með afléttingarnar, en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eða Flokk fólksins eru áberandi óánægðari með þær en þau sem kysu aðra flokka.

Ánægja með afléttingu allra sóttvarnaraðgerða - nánari greining.

Spurt var:

  • Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þá ákvörðun stjórnvalda að aflétta öllum opinberum sóttvaraaðgerðum vegna COVID-19, innanlands og á landamærum?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 25. Febrúar til 3. Mars 2022. Heildarúrtaksstærð var 1.449 og þáttökuhlutfall var 50,1%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup