Gallup stýrir greiningar- og lausnarvinnu í kjölfar starfsmannakannanna. Á slíkri vinnustofu vinna 5-8 manna hópar starfsfólks og/eða stjórnenda með lykilniðurstöður. Með því að rýna niðurstöður með starfsfólki er verið að leita til þeirra sem vinna störfin, þekkja aðstæðurnar og verkefnin, hvernig er best að vinna þau og undir hvaða kringumstæðum. Markmið vinnunnar er að:

  • Skilja mikilvægi helstu áskorana, greina orsakir þeirra og forgangsverkefni
  • Fá fram hugmyndir starfsmanna að lausnum á því sem betur má fara
  • Búa til vel skilgreind og mælanleg umbótaverkefni/úrbótaverkefni

Verkefni stjórnenda er svo að velja, útfæra og innleiða þau úrbótaverkefni sem sett eru fram í niðurstöðum vinnunnar. Ráðgjafar Gallup geta einnig aðstoðað stjórnendur við að vinna frekar úr þeim tillögum sem fram koma ef þess er óskað.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: