Markmið styrkleikamats Gallup (CliftonStrengths) og -samtals er að skilja styrkleika sína, samspil þeirra og hvernig má efla þá og nýta í leik og starfi. Þegar að stjórnandi / starfsmaður þekkir styrkleika sína þá er viðkomandi meðvitaðri um hvað er hvetjandi, gefur orku og veitir ánægju. Viðkomandi þekkir einnig betur aðstæður og verkefni þar sem hann getur látið til sín taka og nýtur sín best í.

Þar sem við erum öll ólík þá er breytilegt hvað veitir okkur ánægju, hvernig við nálgumst verkefni og hvaða leiðir við förum að markmiðum. Okkur er tamt að einblína um of á takmarkanir, eigin veikleika og annarra, en í styrkleikaþjálfun er lögð áhersla á tækifæri til þróunar og velgengni.

Hver einstaklingur hefur einstaka styrkleika og með því að þekkja þá og nýta markvisst öðlumst við aukna sjálfsþekkingu og -traust og náum þannig þeim árangri sem við sækjumst eftir.

Teymi sem fara í gegnum styrkleikamat og -þjálfun og nýtir styrkleika sína í starfi er helgaðra, ánægðara og nær meiri árangur en ella. Auk þess sem aukin vitund um eigin styrkleika og annarra eykur umburðarlyndi, traust og samstöðu.

Ráðgjafar Gallup eru vottaðir styrkleikaþjálfarar frá Gallup í London.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að panta styrkleikamat og samtal, eða til að fá frekari upplýsingar.


Tengt efni: