Samhliða vinnustaðagreiningum býður Gallup upp á stjórnendamat (90°- 180° - 270°- 360°).

Stjórnun er lykilþáttur varðandi líðan og frammistöðu starfsmanna. Í stjórnendamati eru stjórnendur metnir á lykilhæfnisþáttum sem valdir eru í samráði við stjórnendur. Einnig geta stjórnendur metið sjálfa sig á sömu þáttum. Þá er hægt að biðja stjórnendur og starfsfólk að forgangsraða þeim þáttum sem spurt er um.

Niðurstöðurnar veita vinnustaðnum upplýsingar sem nýtast til markvissrar eflingar stjórnenda, s.s. með handleiðslu, stjórnendafræðslu og þjálfun. Þegar niðurstöður liggja fyrir er nauðsynlegt að veita stjórnendum tækifæri til að ræða niðurstöður sínar við sinn næsta yfirmann, mannauðsstjóra eða ráðgjafa; hjálpa stjórnendum að setja sér markmið á grundvelli niðurstaðnanna; og veita stjórnendum viðeigandi stuðning til að ná þeim markmiðum.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: