Gallup býður upp á þjálfun meistara (e. champions) á vinnustöðum. Meistarar hafa það hlutverk að innleiða og halda á lofti þeim aðgerðum sem styðja við vinnustaðagreiningar og úrbótaverkefni frá upphafi til enda. Þjálfunin er ætluð mannauðsfólki, auk starfsfólki og stjórnendum sem hafa brennandi áhuga á og hæfni til að styðja við innri mál.

Áherslan á vinnustofunum er á eftirfarandi:

  • Hvað er helgun starfsfólks (e. employee engagement) og hvernig hefur helgun áhrif á fyrirtækið og hegðun starfsfólks?
  • Hvernig má vinna með tiltekna þætti helgunar í þeim tilgangi að stuðla að aukinni helgun?
  • Hvernig er best að kynna og ræða niðurstöður?
  • Hvernig er aðgerðaráætlun unnin?
  • Hvernig er best að aðstoða og styðja stjórnendur við ferlið?
  • Hvernig er best að aðstoða og styðja stjórnendur við að gera breytingar?

Í kjölfar þjálfunarinnar ættu meistarar að vera í stakk búnir að styðja stjórnendur vinnustaðarins við að vinna með og fylgja eftir niðurstöðum vinnustaðagreininga, ásamt því að efla helgun starfsfólks á vinnustaðnum.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: