Vandaðar greiningar á kjörum eru forsenda fyrir góðum ákvörðunum, hvort sem er við gerð kjarasamninga eða innleiðingu jafnlaunastefnu. Stefnumótun aðila vinnumarkaðarins byggir á réttum tölulegum upplýsingum og greiningu á kjörum, aðstæðum og óskum félagsmanna stéttarfélaga og annarra hagsmunaaðila.

Gallup hefur um árabil unnið reglulegar kannanir á launakjörum, kynbundnum launamun, óskum og áherslum félagsmanna, launamyndun, starfsaðstæðum og vinnutíma meðal félagsmanna ýmissa stéttarfélaga. Viðskiptavinir Gallup á þessu sviði eru flest stærstu stéttarfélög landsins.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: