Stjórnendur gegna lykilhlutverki í umbótavinnu í kjölfar starfsmannakannanna og mikilvægt að þeir séu samstíga. Gallup heldur vinnustofur þar sem stjórnendur vinna á skipulegan hátt með niðurstöður kannanna og undirbúa viðbrögð sín við þeim styrkleikum og áskorunum sem upp hafa komið.

Á vinnustofunni fá stjórnendur leiðsögn frá ráðgjöfum Gallup við að skipuleggja umræður með starfsfólki sínu, leita orsaka og mögulegra lausna og forgangsraða aðgerðum í kjölfarið. Eftir vinnustofuna eiga stjórnendur að vera betur í stakk búnir að nýta niðurstöður könnunar til góðs í sínu nærumhverfi. Með þessu móti má betur tryggja að væntingum starfsfólks um viðbrögð sé mætt og að viðbrögð séu samræmd milli eininga.

Markmið vinnunnar er m.a. að:

  • Stjórnendur þekki niðurstöður sinna eininga og þá styrkleika og þær áskoranir sem takast þarf á við
  • Stjórnendur geti rætt niðurstöður, leitað mögulegra orsaka og lausna og sett fram tímasett úrbótaverkefni með skýrri ábyrgð og umboði
  • Stjórnendur séu tilbúnir að kynna niðurstöður fyrir starfsfólki og leiða umræður um tækifæri til úrbóta

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: