Vinnustaðagreining er ítarleg greining á stjórnun, skipulagi og menningu vinnustaðarins og er fyrsta skrefið í að skapa heilbrigt starfsumhverfi þar sem starfsfólk nær árangri.

Við hjá Gallup aðstoðum stjórnendur í að breyta mælingum í aðgerðir, að innleiða breytingar og fylgja þeim eftir á vinnustaðnum.

Allt of oft sýna endurteknar mælingar að lítið hefur miðast í að bæta þætti sem kannanir sýna að mikilvægast sé að vinna með. Mikilvægt er því að fara ekki í að vinnustaðagreiningu nema skipuleggja einnig umbótastarf í kjölfarið. Mælingin er aðeins fyrsta skrefið í því ferli að skapa árangursríkari vinnustað.

Vinnustofur þar sem stjórnendum er kennt að breyta niðurstöðum í aðgerðir fylgir vinnustaðagreiningum frá Gallup.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Tengt efni: